Þessi skilaboð fékk ég frá pabba í gær, og ég var ekki sár :) Þetta eru ein besta frétt sem ég hef fengið í langan tíma. Nú er þetta spennandi, það eru svo margir möguleikar sem koma til greina. Þó maður auðvitað haldi alltaf með sínum skóla ;)
ég var alveg rugluð í gær, ég var heima hjá Marie og við vorum að horfa á sjónvarpið og svo fór ég aðeins fram og þegar ég kom inn aftur þá runaði ég út úr mér setningu á íslensku ("ég er alveg geðveikt rauð hérna" og benti á kinnarnar), og hún var með alveg rétt viðbrögð. Svo fór ég að hugsa og sagði: Do you know what I just did? Marie: "yeah, you spoke Icelnadic". Ég var ekkert smá rugluð í hausnum. Svo var ég að hugsa allt kvöldið hvaða tungumálið ég var að tala.
En ég er að fara núna yfir helgina til Vexjö, heim til foreldra Marie. Og kem aftur á sunnudag. Skrifa aftur þá... :)