16 janúar 2005

Annað en skóli

Jæja nú ætla ég að reyna að tala ekki um skólann, eftir að hafa fengið sérstaka beiðni ;) Sem er svo sem í fínasta lagi.
13. Jan er einhvers konar þrettándadagskvöld. Þar sem að allt jólaskraut er tekið niður og piparkökuhúsið brotið, eins og okkar 6.jan sem er reyndar almennurfrídagur hér. Ég skil ekki alveg muninn á 6.jan og 13.jan, en það eru ekki allir sem skilja þetta með að hafa 13.jan eins og hann er. En hvað með það Marie vinkona mín bauð mér og þrem öðrum stelpum heim til sín og var planið að borða nammi og piparkökuhúsið og taka niður jólatréð. Við töluðum svo mikið að okkur tókst bara að plokka nammið af piparkökuhúsinu og borða þakið og fl. nammi. Jólatréð stóð enn þá þegar ég fór ;) En þetta var fínt.
Svo á föstudaginn var gamall kærasti Marie að útskrifast með "hjúkka" og við fórum heim til hans og fórum svo með honum, kærustunni og fjölskyldu og vinum út að borða. Þetta var bara mjög gaman. Það er svolítið fyndið að kærastan hans er að reyna að komast inn í Lögregluskólann, svolítið öfug atvinnuhlutverk þar sem oftast er karlmaður lögga á meðan kvennmaður er hjúkka, en þetta getur alveg virkað svona líka :)
Svo eftir matinn fórum við niður í bæ og inn á skemmtistað. Þegar við vorum fyrir utan spurðum við um aldurstakmarkið, sem var auðvitað 25 ára og dyravörðurinn spurði hvað við værum gamlar, 27 og 21 árs. En fyrst að ég gat sýnt fram á að ég var 21 árs og var ekkert að ljúga og ekki með neina stæla(sýndi ísl skilríki:þ) þá hleypti hann mér inn :) Það er einkennilegt hvað flestir staðir hér eru með 25 ára aldurstakmark.
Ég var einmitt að hugsa það um daginn að þegar ég er búin með námið mitt hér þá mun ég ekki enn þá einu sinni geta komist inn á flesta þessa staði hér þar sem ég verð bara næstum því 24 ára, svolítið asnalegt.