04 janúar 2005

Í Gautaborg á ný

Jæja þá er maður aftur kominn í raunveruleikann. Það er búið að rigna hér stanslaust síðan ég kom, ekki sátt.
Þetta stutta frí mitt heima á Íslandi var bara fínt, það var gott að koma heim. Ég náði ekki að hitta alla sem ég hafði ætlað mér að hitta en vikar milli jóla og ný árs fór í það að læra í einn dag, veik í tvo daga og svo að sinna erendum fyrir veikan bróður minn (ég meina hvað gerir maður ekki fyrir uppáhalds bróður sinn) :)
Svo ykkur sem ég var búin að segja við að ég myndi hitta ykkur í fríinu, því miður, en við getur hist í sumar þá verð ég í mun lengri tíma, um 2,5 mánuð.
Það var mjög "skemmtilegt" að þurfa að bíða í 1:40 klst inni í vél áður en að við gátum farið í loftið frá KEF fyrst var mér sagt að það væri 20 min seinkun en það stóðst ekki alveg. En ég náði alveg lestinni minni til Gautaborgar, ég var með það rúman tíma hvort eð var. Ég fór í smá matarboð til Marie eftir að ég kom en hún hafði boðið nokkrum vinum heim, en ég var ekkert smá þreytt. Svo fór ég í skólann í morgun þar sem að ég var að leka niður úr þreytu, og ekki mikið skárri núna. Svo ég ætla bara að fara að koma mér í rúmið til að geta vaknað hress í fyrramálið. :)