11 september 2004

2 vikur í skólanum

Núna er búnar 2 vikur í skólanum og þetta gengur bara ótrúlega vel. Við erum mikið núna í hópavinnu þar sem eigum að skrifa ritgerð útfrá sögu sem við völdum, og hún átti auðvitað að hafa eitthvað að gera með heyrnarlausa eða heyrnarskerta. Ég er nú ekki en búin með bókina en hún er tæpar 300 bls, sem betur fer þá fann ég hana á ensku.
Í dag er fyrsti dagurinn sem það rignir í tæpar 2 vikur, veðrið er búið að vera mjög gott, svona um 20°C
Ég var að labba heim um daginn og þá rakst ég á búð sem seldi legsteina og merkti þá, sem er svo sem ekki frá sögu færandi nema að á einum steininum sem stóð í glugganum stóð: Selma Lagerlöf, en þetta minnti mig bara á Stellu í orlofi. Var hún ekki Lagerlöf?
Ég er núna komin með sænskt símanúmer, en mér tókst nú reynar að fá mér 2 númer. Ég keypti eitt í gegnum netið, sem var ódýrast en svo var ég með vinkonu minni og kona kom og vildi tala við okkur, og hún bauð upp á að borga 200 kr á mánuði og geta þá hringt í alla sem voru í þessu símfyrirtæki frítt. Vinkona mín tók þessu tilboði og konan gaf mér þá frelsis númer innan fyrirtækisins svo vinkona mín geti hringt í mig frítt. Svo ég býst við að taka það númer yfir þegar inneignin á hinu er búin, en annars kemur það bara í ljós. Númerin eru sem sagt: +46 73 594 8121 og +46 73 255 8949. Ég er aðalega með fyrra númerið til að valda sem minnstum misskilningi.
Svíarnir eru alveg ótrúlegir með reglurnar sínar. Ég gat ekki notað passan minn til að fá ID til þess að geta borgað með debitkortinu(það er ekki mynd á því), heldur varð ég að koma með vin/vinkonu með mér til að fá IDið en hins vegar gat ég alveg borgað í búðum með því að sína passan. Þetta "meikar" ekki alveg "sens" en ég þar sem ég vil ekki alltaf vera með passan þá fór ég með vinkonu minni í bankann og sótti um það. Reglur, reglur, reglur.
Jæja núna ætla ég að fara og gera fyrstu tilraun í að leigja DVD, það kemur svo í ljós hvernig það fer.