28 september 2004

Er þetta háskóli eða hvað...

Ég hélt að ég væri næstum því komin aftur í 6 ára bekk í morgun... eeehhh kannski ekki alveg en alla vegana í 10. bekk. Við vorum í stærðfræði og ég komst að því að ég hefði ekki þurft að læra jafn mikla stærðfræði og ég gerði í MH. Svona voru dæmin sem við vorum að fara í gegnum: x=4, y=3 12x+y=? ; a=8 a/2=? ; 5x+3x-x=? ; x+3=17 x=? ; 5xy+10x=? ?=5x(y+2). Svo auðvitað að ++=+, +-=- og --=+. Ef þú hefur farið í gegnum náttúrufræðibaut/eðlisfræðibraut í framhaldsskóla þá er þetta eiginlega djók. Það liggur við að ég hafi lært of mikið til að skilja þetta ;) Eina ástæðan fyrir að ég fór ekki heim var að ég þarf að skilja hugtökin á sænsku... svo var ég að hjálpa vinkonu minni. Svo lagði kennarinn áherslu á að við þyrftum að kunna þetta!!