01 september 2004

Skóli...

Núna er ég búin með 3 skóladaga og af þeim voru 2 og hálfur kynningar. Sem sagt helmingurinn í dag var fyrirlestur. Þetta gengur bara ágætlega. Ég er búin að kynnast fleiri stelpum, aðalega eftir daginn í gær. Hann byrjaði á því að ég labbaði í skólann eins og venjulega nema að það var ótrúlega mikil rigning, ímyndið ykkur MJÖG mikla rigningu(eins og hellt sé úr fötu) og labbið í því í 20 mín í jakka sem er ekki mjög vatnsheldur, og hver er útkoman? Jú gegnum blaut frá toppi til táar, og engar íkjur. Ég var að krókna, ég skalf í tímanum. Nærfötin mín voru blaut !!
Það endaði með því að ein stelpan lánaði mér bol svo minn gæti þornað.
Svo þurftum við að segja hver við værum og þá auðvitað komust allir að því að ég var frá Íslandi og skildi mest lítið af því sem sagt var. Svo var farið að vorkenna mér fyrir að skilja ekkert og vera köld og blaut. Upp frá því fékk ég lánaðan bolinn ;)
Þessi sama stelpa og lánaði mér bolinn, Marie, fór svo að þýða fyrir mig hvað kennarinn var að segja, sem kom sér mjög vel. Einnig var hún að þýða fyrir mig fyrirlesturinn í dag og útskírði einnig fyrir kennaranum hvað hún væri að gera. Þetta leit kannski illa út, sátum aftast og hún alltaf að hvísla einhverju að mér :/
En þetta var allt í lagi ;) Ég má meira að segja skila verkefni sem við eigum að gera á ensku :)
Svo var Eyjó, sá sem var í herbergjunum á undan mér að fara í dag svo ég er búin að vera að koma mér fyrir, það er mjög mikið hillu pláss en ég hef lítið til að setja í þær... Ég hlýt að geta reddað því ;) Núna sé ég svona hvað mig vantar.

Ef einhver veit um góða uppskrift af ágætis mat, fljótlegt og þæginlegt, endilega látið mig vita. Þetta er frekar einhæft hjá mér...