30 ágúst 2004

Fyrsti skóladagurinn

jáú...Þá er fyrsti skóladagurinn búinn. Ég get nú eiginlega sagt það að ég skildi mest lítið. Stundum vissi ég um hvað umræðuefnið var en ekki hvað var verið að segja um það tiltekna mál, en annars var þetta mest verið að segja okkur eitthvað um skólann og hvernig hlutirnir virka en við vorum ekkert að læra neitt sem tengist náminu, það byrjar á morgun :/
Ég kynntist þarna stelpu, sem heitir Helena, en hún labbaði upp að mér og spurði hvort ég væri frá Íslandi(á sænsku) svo þegar hún komst að því að ég skildi litla sænsku þá reyndi hún svona að segja mér eitthvað til. Annars þá er þetta mest stelpur, af 28 manna hópi þá eru 3-4 strákar. Og 3-4 konur um fertugt, en annars er þetta mest ungt fólk.
Ég vígði svo matreiðslubókina sem ég fékk í afmælisgjöf frá Ragnheiði og Karól. Rétturinn kom bara mjög vel út. Ég mæli með Hristist fyrir notkunn, alls ekki flókin.
Ég er búin að vera í þvílíku veseni að fá myndavélina mína til að tengjast tölvunni og Eyjó, gaurinn sem ég er að flytja inn í staðinn fyrir, er búin að vera að hjálpa mér en hann kann þó nokkuð á tölvur, en ekkert gekk. Svo datt mér í hug að nota kapalinn sem fylgdi tölvunni(sem er eiginlega eins og hinn sem ég var að nota) og þá gekk allt saman í sögu(Afhverju gerði ég þetta ekki strax? :/ ) En þá gæti ég farið að birta myndir á netinu :) Þetta er allt að koma!!