29 ágúst 2004

Nýtt heimili

Núna er ég loksins komin á staðinn þar sem ég verð í vetur. Á Nordostpassagen 6. Ég kom hér um hádegi, og fór og tékkaði á leiðinni upp í skóla, hún er ekki nema um svona 20 mín, svo er líka strætó sem ég gæti tekið en það tekur mig um 5 min að labba í hann, ég ætla að vera dugleg og labba í skólan á meðan veðrið er ekki mjög slæmt.
Ég fór svo út í búð áðan og verslaði smá inn, það getur verið svolíðið eftitt að ákveða hvað maður á að kaupa. En ég keypti þetta augljóa, mjólk og Kornflex, brauð, ost og skinku, vatn og djús. Svo þarf maður að fara að finna út hvað maður getur haft í kvöldmat :/ En þetta kemur allt saman.
Ég get ekki almennilega komið mér fyrir hérna í íbúðinni strax því að íslenski strákurinn var að leigja hér er ekki enn farinn út en hann er birjaður að pakka niður í kassa. Svo ég verð bara inni í vinnuherbergi hjá henni Eddu, en það er leigjandinn minn og meðleigjandi... En þetta á alltað vera komið í sitt horf 1.sept, en þá fer líka Eyjó(íslenski strákurinn) með dótið sitt í gám og flýgur heim.