25 ágúst 2004

Komin til Svíþjóðar

Halló HallóLoksins er ég komin í netsamband til þess að skrifa hér inn á.Ég er komin til Gautaborgar og bý núna tímabundið hjá íslenskum hjónum sem búa hér rétt fyrir utan borgina í bæ sem heitir Pixbo. Svo frá og með 1. sept er ég komin með varanlega íbúð í um 20 mín göngufjarlægð frá skólanum.Þetta byrjaði ekki of vel hér í Svíaríki, en ég var í bókabúð á sunnudaginn, daginn eftir að ég kom, en þá var veskinu mínu stolið. Ég sá aldrei þjófinn en það var allt í einu horfið. En í því voru allir peningarnir mínir sem ég hafði með, debit og kredit kort, ökuskírteini og digital myndavél sem hafði verið keypt í fríhöfninni á leiðinni :/ En sem betur fer var síminn ekki í veskinu. En eins og er sagt "fall er fararheill", ég vona það.Ég fékk svo kennitölu á mánudaginn, og bankareikning. En ég gat ekki fengið ID-kort í bankanum fyrr en ég er búin að fá mér sænskan vin til að staðfesta hver ég er. Passinn dugir ekki. Regler är regler, eins og svíar segja :)Svo er ég búin að fá stundaskrá og á að byrja á mánudaginn kl. 13. Ég er einnig búin að fara í IKEA, sem er skilda þegar maður er í hér.Ég er ekki búin að læra á þetta stætókerfi, fyrir mér virðist það frekar flókið en ég hlýt að læra á það þegar ég byrja að nota það.Pabbi fór í morgun en hann er búinn að vera að hjálpa mér að gera það sem ég þurfti að gera, svo núna er ég ein eftir í Gautaborg og á margt eftir að læra.