Vá það er búið að vera æðislegt veður hérna sl daga 20-30°C og heiðskírt(alla vegana í gær og í dag)... æðislegt!! Við vorum í 3 tímapásu í skólanum í gær, þe helmingurinn af bekknum, svo við fórum út og sátum þar í 2 tíma... enda fékk mín smá lit. Svo eftir skóla fórum við Marie og Sofia og keyptum okkur ís í ísbúð sem er í verksmiðjunni fyrir Triump ísinn en þá fær maður risakúlur í staðinn fyrir þessar litlu sem maður fær í bænum og svo settumst við niður og höfðum það gott.
Ég er búin með dansinn fyrir þessa önnina, ég tók upp tíma núna í vikunni og sl viku, því ég missti svo mikið úr þegar ég var á þessum ferðalögum mínum. Þannig að í þessari viku dansaði ég 4 daga í röð. Vá ég skil ekki hvernig fólk getur gert þetta dagsdaglega, ég var alveg búin í líkamanum. En það er líka gott að púla smá. Svo ætla ég að reyna að vera dugleg á línuskautunum í sumar sérstaklega þar sem að ég er bara í 8-16 vinnum
Sem minnir mig á það; ég kem heim þann 11. júní ef einhver skildi vera að pæla í því. Og verð til 16. eða 20. ágúst... það er ekki alveg ákveðið.
Svo í sambandi við commenta-kerfið... Karól virtist ekki alveg nógu hrifin... :þ Undir "choose an identity" veljið þið bara "Other" og fyllið í það sem þið viljið eða veljið "Anonymous" en skrifið þá nafnið í "commentið" :D
Ég nenni ekki að vera að fara inn á síðuna til að athuga hvort einhver hafi skrifað, núna fæ ég e-mail.... Og Egill það þýðir ekkert að kvarta í þetta skiptið, þetta er ekki svo fljókið :Þ