24 maí 2006

Að beiðni Huldu...

já.. sem sagt Huldu leiðist í vinnunni og vill að ég bloggi... ég hef svo sem lítið að segja núna en ég skal reyna... :)
Ég man ekki hvort ég var búin að láta vita hér hvenær ég kem heim en ég geri það bara hér með ... sem sagt þann 11. júní kl 14:20 og í dag eru ss 18 dagar þanngað til, vá hvað ég verð fegin að komast heim.
Skólinn klárar hjá mér 5. júní með heimaprófi, þeas við fáum það um morguninn á netið og svo höfum við tíma til kl. 16 að skila því inn... hefið frekar vilja fá það á föstudeginum en kennarinn ætlar víst að semja prófið þarna um helgina :/
Svo kemur J Hildur í heimsókn til mín 7. júní og verður hér þanngað til við förum saman heim og það beint frá Gautaborg jíbbíkóla... loksins beint flug... engin 4 tíma lest til Köben kl 7:50 að morgni. Ég er nú ekki alveg ákveðin hvenær ég fer út aftur en það verður eitthvað í kringum miðjan ágúst eða rétt eftir miðjan.

Það er búið að vera rigning og rok hérna í ca 2 vikur og ég er orðin þokkalega þreytt á því... kannski hjálpar þegar maður á að vera að læra... en það má nú aðeins breyta til...
Það lítur út fyrir að það eigi að batna um helgina... ég bara rétt vona það.

Fyrir Eurovision voru við með partý hjá Ragnari á fimmtudeginum, þe frjálsíþróttaliðið(Ragnar, Gauti, Alla, Bjössi og Rakel) og svo ég og Vilmar. Svo á laugardeginum vorum við 4 heima hjá Marie en þá voru hlutföllin jöfn... örugglega í fyrsta skipti, 2 sænskar og 2 íslenskar. Alla kom nefnilega með mér. Við vorum með 3ja rétta máltíð og svo nammi.... Við skemmtum okkur bara vel... alla vegana ég :) og urðum bara sáttar við úrslitin. Ég held að Eurovision sé aðeins að breytast... ekki lengur þessi staðlaða uppskrift af lögum, þe eins og sænskalagið sem var ekta eurovisionlag.

Ég var rosalega dugleg (að mínu mati) og fór í sund í morgun. Ég er að spá í að gera þetta einu sinni í viku þanngað til ég fer heim og svo er spuring hvort maður heldur þessu ekki bara áfram í sumar, sérstaklega þegar það er gott veður. Gott að taka smá sundsprett eftir vinnu.

Það er mikið af íslendingum að fara heim núna. Bjössi og Rakel fluttu heim í dag, Gauti fer heim snemma í næstu viku(þriðjudag ef ég man rétt), Sandra á sunnudaginn... og ég ekki einu sinni búin með önnina... en þetta er að fara að klárast...

Jæja þetta verður að vera nóg fyrir Huldu í bili... hún getur þá skoðað þetta næst þegar henni leiðist í vinnunni, þar sem að ég veit að hún er farin úr vinnunni núna að skemmta sér :)