Þar sem að ég svaf greinilega aðeins of lengi á sunnudagsmorgun þá átti ég frekar erfitt með að sofna á sunnudagskvöldið... sem var ekki alveg sniðugt.
Ég þurfti svo að vakna snemma til að fara í skólann, því hann er enn í gangi. Ég var mætt í skólann kl 8:3o eins og venjulegt er. Svo var skólinn til 16, sem er mjög langur dagur. Það var svo búið að planan partý fyrir útskriftarnema, en ég var ein af þeim sem var í að plana eða þeas hjálpa til. Svo eftir tíman fórum við beint inn í matsal að gera allt tilbúið og það tók allan þann tíma sem var þannað til að partýið átti að byrja eða kl 17. Svo fór fólkið að tínast inn og þegar átti að fara að setjast niður og byrja að borða þá var ákveðið að gera miða, þar sem tveir og tveir miðar voru eins (með sama orðinu sem öll auðvitað tengjast heyrnarfræðinni :þ). Ég lenti með stelpu af fyrsta ári sem er uppalin í Noregi en foreldrar hennar eru frá Pakistan, ég sem hélt að hún væri ættleitt þar sem hún talaði ekki með neinum hreim.
Svo var borðað og farið í leiki til að hrista mannskapinn aðeins saman, ég get alla vegana sagt að ég kannast aðeins betur við þær af 1. ári núna sem er auðvita bara fínt að geta heilsað þeim á göngunum.
Klukkan hálf níu fór fólk eitthvað að tígja sig heim en við vorum nokkur eftir til að ganga frá, svo þegar það var búið fórum við auðvitað að spjalla og héldum svo út og stoppuðum svo rétt hjá strætóstoppistöðinni til að halda áfram að spjalla og þegar ein var farin í strætó röltum við á sporvagnastoppi stöðina og spjölluðum við eina þar til sporvagninn kom, svo fórum við með innkaupakerruna sem hafði verið notuð til að bera matinn í og röltum svo á næstu stoppistöð þar sem ég fór í sporvagn og rölti svo heim... á leiðinni heim var ég viss um að klukkan væri rétt að verða 22 en þegar ég kom heim komst ég að því að kl var 23 og ég hafði ætlað að kíkja á verkefni sem við ætluðum að gera í skólanum í dag. En það varð lítið úr því... sofnaði við miðnætti... vaknaði kl 8. og var þokkalega rugluð í morgun... heilinn fór ekki í gang fyrr en um 11 leitið.
En við hittumst í skólanum kl 10 og ég tók seinni strætóinn í staðinn fyrir þann fyrri eins og ég var búin að ákveða, því að ég var svolítið meigluð og ruglaði þessum ágætu tímum saman; vera mætt 5 mín í eða leggja af stað 5 mín í... Svo var auðviða strætó seinn :S
En verkefnið gekk vel, svo ég var komin heim fyrr en ég bjóst við, sem var auðvitað bara gott mál... En ég er þreytt núna og ætla að reyna að fara snemma að sofa því það er LAB(verklegt) á morgun kl 8:30 og svo á ég að mæla "sjúkling" á fimmtudaginn og á að vera mætt 7:30 :S
En þetta er nóg í bili...