17 desember 2008

The Klacke

Ég er komin á klakann... kom sl. föstudag og verð til 12 jan.
Ég og nafna mín ferðuðumst saman með dóttur hennar, sem betur fer segi ég nú bara. Við vorum með sitthvorta töskuna sem vógu 27 og 25 kg en þurftum ekki að borga yfirvigt því Brynhildur dóttir hennar mátti vera með 20kg líka :P En konan sem tékkaði okkur inn röflaði að töskunar væru of þungar.. en gerði svo ekkert í því :)
Flugið gekk vel og Brynhildur var ótrúlega dugleg að sitja í sama sætinu í 3 tíma, án þessa að trufla aðra of mikið.

Ég er búin að eyða einu degi eingöngu í lærdóm, þetta er ekki alveg að ganga eins og ég vonaðist til þar sem að mér tókst að ná mér í einhverja flensu. Var heima í gær, tókst svo að skila mat báðar leiðir svo ég ákvað að vera bara heima í dag líka, hef svo sem verið hressari. Því miður er erfitt að læra í þessu ástandi.

Annars var laufabrauðsbaktur hér í gær. Hef ekki verið með sl. 4 ár svo það var tími til kominn að maður fengi að vera með. Þar sem að ég hand sker allt úr þá er ég ekki jafn fljót að gera hverja köku eins og hinir en það er allt í lagi :) Mér finnst skemmtilegast að gera þetta svona :P