12 desember 2006

Best að skrifa eitthvað...

Nohh... ég var bara með nettengingu alla helgina... hvað er að gerast?? Ég er búin að vera nettengd stannslaust í viku. Ætli nýja snúran sé betri en sú gamla??

En annars var ég á jólahlaðborði uppi í skóla á föstudaginn. Fyrst um morguninn var ég í mótatökuprófi, þeas próf í að taka mót af eyrum. Við fengum 3 tilraunir og við þurftum að ná 2 mótum sem voru 99% í lagi, ég þurfti bara að taka 2 mót því mín bæði fyrstu voru innan marka... flestir þurftu að taka 3... sumir náðu ekki einu sinni eftir 3 tilraunir.
Síðan fór ég og Marie út í búð að versla í matinn fyrir hlaðboðið og svo fórum við heim til hennar að elda matinn. Áður en ég fór upp í skóla fór ég svo heim að taka mig til.
Um tíu/hálf ellefu leitið var ég alveg á því að fara út á djammið en svo þegar klukkan fór að nálgast miðnætti og ég var enn uppi í skóla þá komst ég að því að ég myndi ekki meika að fara út að skemmta mér... labbirnar alveg búnar og ég orðin mjög þreytt eftir langan dag.
Restin af helginni var bara notalega, reyndi að þykjast læra smá þar sem ég var að fara í próf... og það próf var ég í áðan og gekk vara vel. Mér fannst ég kunna efnið nokkuð vel svo löngunin til að læra var ekki mikil. Svo þegar ég kom í prófið áðan sá ég að við þurftum að ná 70% rétt til að ná, óvenju hátt %, en ég hef engar áhyggjur.

Ég set inn myndir af jólahlaðborðinu fljótlega, ég gleymdi að taka myndir frá byrjun svo það eru ekki of margar myndir. En ég setti myndir af því þegar ég fór út með Peter og vinum hans um daginn, ég er ekki alveg að fíla sjálfa mig á þessum myndum enda var ég búin að drekka þó nokkuð þegar þær voru teknar :þ