29 nóvember 2006

Netið komið upp aftur...

Það er alveg ótrúlegt hvað er óþæginlegt að vera án internets, ég er alveg háð því. Á fimmtudaginn var ég að snúa við skrifborðinu hjá mér og það tognaði aðeins á netsnúrinni... ekkert sérstaklega mikið... en þegar ég leit svo á tölvuna var ekkert netsamband. Ég hélt að ég hefi kannski eyðilag snúruna, eitthvað í tölvunni eða tengngilinn. Þetta geriðst það seint að ég vildi ekki banka upp á hjá nágrönnunum til að athuga hvort allt væri í lagi. Þannig að þegar ég kom heim úr praktíkinni á föstudaginn bankaði ég upp á hjá íslenskri konu sem býr næstum því við hliðina á mér, ein íbúð á milli okkar, hún var ekkert smá hissa að sjá íslending :þ Ég fékk að prufa snúruna mína og tölvuna í nettengingunni hjá henni og allt var í lagi. Þannig að ég var búin að útiloka allt nema tengilinn. Og það var auðvitað búið að loka skrifstofunni hjá stúdentagörðunum, hún lokar 15:30. En ég skildi eftir skilaboð á símsvaranum. Svo ég var netlaus alla helgina... :( Á mánudaginn var enginn búinn að hafa samband við mig né koma í íbúðina og kíkja á tengilinn og þar sem ég kom heim eftir kl.16 þýddi ekkert að hringja. Í gær í hádeginu hringdi ég og mér var sagt að einhver frá þeim væri að vinna í húsinu í dag(miðv.d) Þegar ég kom heim í dag hafði ekkert gerst. Þannig að ég ákvað að ryksuga... þegar ég var búin að ryksuga leit ég á tölvuna og þá var einhver búinn að senda mér skilaboð á MSN... netið var komið í lag... stuttu seinna fékk ég svo e-mail frá internetþjónustunni um að þetta ætti að vera komið í lag og vandmálið hafði verið "link-flap".... En netið er komið í lag og það er það sem skiptir máli...

Með þessa íslensku konu, Þóru... ég hef vitað af henni síðan ég flutti inn en ekki haft ástæðu til að banka upp á. Þegar ég fór út á föstudagskvöldið var hún einmitt á leiðinni út líka... og á leiðinni á sömu stoppistöð og að fara út á sama stað ;p Svo í sporvagninum kom Siggi inn svo allt í einu vorum við 3 íslengingar saman í sporvagninum af tilviljun, þetta gerist ekki oft. Svo hitti ég Þóru á ganginum áðan. Fyrst sé ég hana ekki í 2 mánuði og svo hitti ég hana 3x á tæpri viku!!

Ég alla vegana komin í samband við umheiminn aftur... :D