08 nóvember 2006

Þreyta...

Það er ótrúlegt hvað það getur tekið á að vera í skólanum heilan dag. Ég var alveg búin áðan þegar ég kom heim enda fór kvöldið alveg í að slappa af, fyrir utan þegar ég fékk æðiskast í að flokka skóladótið mitt loksins. Það var nú enginn æsingur í því en núna er allt skóladótið sem var óflokkað fyrir í 9 bunkum sem ég á svo eftir að fara í gegnum.
Annars þá held ég að svefnrútínur mínar sé farnara að brenglast, ég er farin að vakna á miðri nóttu... eða svona hálf vakna... og er ekki viss hvað klukkan er. Það skiptir ekki málið hvað ég horfi mikið á klukkuna... ég hef ekki hugmynd hvað klukkan er í raun og veru alla vegana þá tekur smá tíma að fatta það. Td. í fyrrinótt vaknaði ég(að ég held) ca 2:20 en þurfi að vakna 7:15 og var að hafa áhyggjur af því að ég hafði sofið yfir mig.... ég meina HAAALLLLLÓÓÓ.... Þetta gerðist aftur sl nótt en ég man ekki hvað klukkan var þegar ég vaknaði.

Annars býst ég við að fá sófann í næstu viku... vá hvað ég hlakka til...
Ég byrja svo í praktík(verklegu) í næstu viku, ég bæði hlakka til og kvíð fyrir. En við ætlum að hittast nokkrar stelpur um helgina og djamma smá saman svona áður en við förum í praktíkina þar sem að við erum allar á sitthvorum staðnum og munum ekki hittast of mikið.

En bakið er orðið þreytt núna og heimtar að fá að leggjast í rúmið... svo ég læt undan.