18 nóvember 2006

Þreytt - þreytari - þreyttust

Þá er fyrsta vikan af praktíkinni(verknáminu) búin. Það er alveg órtúlega hvað það tekur á að breyta til og fara að "vinna" rúma 8 tíma á dag og þurfa að vera vel vakandi allan tíman. Þegar ég mætti í morgun þá veit ég ekki hvert leiðbeinandi minn ætlaði, ég settist í stólinn inni hjá henni og leit út fyrir að hara sofið í max 2 tíma. Ég lifði á svefgalsa í dag, en ég og leiðbeinandinn skemmtum okkur vel sama yfir því og hæfilega alvarlegar þegar þarf. En ég hef orðið þreyttari með hverjum deginum, það skipti engu hvenær ég fór að sofa. Málið er bara að slappa af um helgina og safna orku til að takast á við næstu viku.

Svo fékk ég ánægjulegustu hringingu áðan í langan tíma. Sófinn minn sem ég búinn að bíða eftir í 7 vikur kom í búðina áðan og það er auka útkeyrsla á morgun svo ég fæ sófa á morgun. JÚÚHHÚÚÚ.... JIBBÝÝÝ!!!!

Svo fékk ég pakka frá mömmu áðan en hún quiltaði fyrir mig dúk á mataborðið og hann er bara mjög flottur, passar vel.

Svo á morgun þarf ég að taka til og þarf að vera búin að því um hádegi, því sófinn kemur um 13 eða 14. Svo þegar sófinn er kominn get ég farið að raða almennilega. Og þá er íbúðin bara að veða fullkomin.

Ég ætti að fara að koma mér í rúmið... það lokkar mig alla vegana...