03 nóvember 2006

Kuldinn getur verið þæginlegur

Hér er orðið kalt en við sjáum bara til hve lengi þette helst.
Eftir skóla í gær ákvað ég að rölta aðeins um í bænum áður en ég færi heim. Það var kallt og dimmt en samt einhver þæginlegur andi. Þetta minnti mig á þegar maður er að rölta í bænum fyrir jól, kalt og myrkur en samt koma ljósin frá búðagluggunum og lýsa upp, maður labbar um dúðaður til að verða ekki kalt. Sem betur fer eru búðirnar ekki farnar að skreyta með jólaskrauti en þær eru nú samt farnar að selja jólaskraut, IKEA byrjaði að selja jólaskraut í septemer, sem er heldur snemma fyrir minn smekk.
Það er enginn skóli hjá mér í dag svo ég er að spá í að fara að rölta aðeins í bænum og taka því rólega.
Heimalærdómurinn má bíða þar til um helgin :þ

Svo ætlum við Alla að kíkja saman út að borða í kvöld, en það er frekar langt síðan við hittumst. Ég hef ekkert séð hana eftir að ég flutti... og ég flutti fyrir mánuði síðan... það er ss mjög mikið að gera hjá henni og svo var hún líka heima á klakanum.