Vá hér hef ég ekkert skrifað mjööög lengi...
Ég var sem sagt í Växjö um jólin og það var bara mjög fínt og notalegt. Ekki alveg jafn formlegt eins og ég er vön en samt þæginlegt og heimilislegt. Jólasveinninn kom meira að segja... :þ
Svo fór ég heim Annan í Jólum... alltaf voðalega gott að koma heim. Svo kom Marie til mín 29. des og var til 3.jan... Hún viðikenndi fyrir mér að ég hefði haft rétt fyrir mér þegar ég sagði að það væri svolítið erfitt að útskýra fjölda flugelda á gamlárskvöld. En hún var mjög ánægð með áramótin sín.
Svo fór ég aftur til Gautaborgar þann 7.jan og þá hófst lærdómurinn... Við áttum að byrja á planinu fyrir lokaverkefnið okkar, en mér tókst ekki að gera mikið heima þar sem ég var einhvern vegin föst. Svo fór ég á smá fund með kennaranum mínum sem leysti alla þá hnúta sem festu mig. Þannig að í gær sat ég við tölvuna allan daginn og gerði þetta verkefni sem ég hafði átt að gera dagana 2.-5.jan það tókst. Við eigum að skila þessu inn í dag fyrir kl 16. Leiðbeinandi minn fyrir lokaverkefnið mun vonandi fara yfrir þetta í dag svo ég hafi möguleika á að skila þessu inn í ágætu lagi.
Núna er bara að læra fyrir tölfræðipróf á föstudaginn.
Annars vil ég bara óska ykkur gleðilegs árs og takk fyrir það gamla :)