31 janúar 2007

praktík og komment

Það má segja að það er búið að vera ágætlega mikið að gera hjá mér sl. daga. Á sunnudaginn fór ég í keilu með nokkrum kunningjum(Lottie, Peter, Dansken, Henrik og Söru) er búin að setja myndir inn á netið.
Svo er ég í praktík á Sahlgrenska sjúkrahúsinu þessa vikuna og það gengur bara vel, er reyndar frekar þreytt því þetta er ekkert auðvelt. Svo í gær eftir praktíkina fór ég í bæinn með Lottie, hún þurfti að finna föt til að vera í á deiti sem hún er að fara á á morgun og svo fyrir djamm á föstudaginn... Við vorum í Vera Moda í ca 1,5 tíma og fengum þessa þvílíku hjálp frá afgreiðslukonunni, fundum 2 outfit fyrir Lottie, góður árangur :)
Svo er djamm á föstudaginn og svo hin sænska Melodifestivalen á laugardaginn... svo er bara ferðalag heim á klakann á sunnudag :)

Samtal í hádeginu í gær:
Inngagnur: ég var í "vinnustaðaheimsókn" á sahlgrenska, og fylgdi einni sem er að vinna þar í 2 daga, í einni af fyrstu vikunum mínum hér í Svíþjóð og kunni þá enga eða svolítið sem enga sænsku.
Aðalatriði:
Ég ákvað að spyrja þá sem ég hafði fylgt hvort húnm myndi eitthvað eftir mér því að hún leit út fyrir að muna EKKERT hver ég var.
Ég: ég veit ekki hvort þú manst það en ég var hér í vinnustaðaheimsókn í 2 daga á minni fyrstu önn...
Hún: Nei ég man það nú ekki, maður hittir svo mikið af nemum hérna svo ég geti ekki sagt að ég muni það en ég kannast við andlitið...
En það var önnur íslensk stelpa hérna fyrir nokkrum árum en hún kunni enga sænsku, hún hætti.
Ég: uuu... nei það er ég!!
Hún: nú!!!
Svo skammaðist hún sín frekar mikið fyrir þetta... hihihi

Og svo svona í lokin þá vil ég bara óska Huldu og Gumma til hamingju með litla drenginn!! af myndunum af dæma er hann rosalega sætur og ég býst ekki við að myndirnar ljúgi :) Ég mun setja heimasíðuna hans á link hérna hjá hinum fljótlega.