18 janúar 2007

Projektplan

ritgerðaráætlun... er það góð íslenskþýðing, beinagrind finnst mér ekki alveg hljóma rétt... úff ég er að verða allt of útlensk.

Ég sem sagt var að verja ritgerðaráætlunina mín í gær... svona svipað og þegar maður ver lokaverkefni, bara aðeins óformlegra en þetta er gert til að æfa okkur fyrir þegar við þurfum að verja ritgerðina okkar í vor og gagnrýna einhverja aðra.
Mér gekk alla vegana mjög vel og er ég mjög ánægð með það. Ég þurfti mjög lítið að laga, sérstaklega miðað við aðra í bekknum. Einhverjar sem fengju verkefni frá heyrnardeildinni á spítalanum vissu ekki alveg hvað þær voru í raun að fara að skrifa um og þurftu oft að svara spurninum við "veit það ekki" sem er auðvitað engan vegin nógu gott. Hjá einum hóp komst upp um ritstuld en þær vildu ekki viðurkenna það, þetta er auðvitað alvarlegt mál en það er ekki gert svo mikið í því núna þar sem þetta er áætlun fyrir verkefnið. En ef þetta kemst upp aftur í vor eru þær í djúpum sk...

Ég fór í partý og svo út á djammið um síðustu helgi. Peter var með partý þar sem vinur hans, dansken(sem er að mínu mati aðeins og langsótt gælunafn) og bauð mér að koma, maður neitar auðvitað ekki partýi. Ég þekkti svo sem ekki marga þarna en skemmti mér bara vel.
Við fórum svo í bæinn á skikkanlegum tíma. Svo á leiðinni nefndi ég í smá gríni að það væri eftirpartý heima hjá mér... maður býr nú einu sinni í bænum :þ
Svo ég var tekin á orðinu eftir djammið og Peter og "dansken" komu til mín eftir djammið. Ég held að það hafi verið aðalega vegna þess að það var rigning og þeir nenntu ekki að bíða eftir strætó. Þetta var ekki beint partý en ég fékk 2 næturgesti. Vá hvað gaurar geta verið viðkvæmir fyrir hárum á sjálfum sér og öðrum karlmönnum. Málið er að báðir voru í blautum buxum svo þeir fóru úr þeim og sátu saman í sófanum undir teppi og voru svo að röfla um hvað þeim fyndist hárin á löppunum ógeðsleg.

Svo fékk ég símhringinu í gær og það var Peter að spurja hvort ég vildi koma í biljard með sér, bróður sínum og "dansken". Svo ég ákvað að skella mér. Við vorum 2 og 2 í liði. Ég með bróðurnum, og við unnum alla leikina, en ég get alveg viður kennt það að það var ekki mér að þakka.

Það er svo sem ekkert plan komið fyrir þessa helgi en við sjáum bara til hvað verður úr henni. Svo er ég bara að fara að byrja á BS-ritgerðinni eftir helgi... vá hvað tíminn líður hratt.