13 janúar 2007

Próf

Vá ég held að ég geti sagt núna að ég hafi verið í mínu síðasta prófi fyrir BS-gráðuna í heyrnarfræði... vá!!
Önnin klárast í næstu viku en þá erum við að fara að "verja" beinagrindina/planið fyrir lokaverkefnið okkar. Hver og einn hópur(sumir hópar telja bara einn einstakling, eins og minn t.d.) er búinn að gera beinagrind(eða projektplan) fyrir verkefnið þar sem við skrifum inngang(bakgrunn) og tilgang með verkefninu, spurningalista sem mun verða svaraður í verkefninu ofl. Og á þriðjudag og miðvikudag mun einn hópur gagnrýna verkefni annans hóps, og svo þarf sá hópur sem er gagnrýndur kannski að laga eitthvað hjá sér og skila því inn, sama verður gert í vor þegar við erum búinar að skrifa BS-ritgerðina. Um helgina þar ég ss að lesa það plan sem ég mun gagnrýna á þriðjudag.
Svo eftir næstu viku byrjar ný önn og þá er bara að gjöra svo vel og byrja að safna meiri upplýsingum fyrir rigerðina og plana hana eitthvað. Svo vikuna þar á eftir fer ég í praktík og þar á eftir kem ég heim og verð í viku, ég ss kem 4. feb og fer aftur að morgni 11.feb. Það er svo böggandi að vera ekki heima heila helgi til að komast norður, en ég mun líklegast fara norður þegar ég kem heim í vor eða kringum páskana en þá verð ég líklegast í 3 vikur á klakanum :)
Það var svolítið skrítið að vera bara búin að vera hér í 3 sólahringa þegar ég var búin að kaupa mér ferð afur heim... :)