19 janúar 2007

Stolt en...

Ég var að fá út úr tölfræðiprófinu áðan og ég var með 17 rétt af 18 og er því mjög stolt af sjálfri mér. Ég veit ekki enn um neina aðra í bekknum sem var með jafn hátt eða hærra. En þetta var svo leiðinleg villa!!!... innsláttar villa í reiknivélina ...aaarrgh
Ég fékk 3,6*0,25=3,85 og hefði ég hugsað aðeins þá hefði ég vitað að þetta var ekki rétt. Ég held að ég hafi aldrei tekið stærðfræðipróf þar sem mér tekst ekki að gera einhverja svona klaufavillu. Það sem er mest böggandi að ef ég hefði slegið þetta rétt inn þá hefði ég fengið ALLT rétt á prófinu!!!

Ég held að ég sé með þessi álög á mér að gera heimskar villur á stærðfræðiprófi.

Svo er íslendingapartý í kvöld kannski einhverjir svíar líka.