06 febrúar 2007

Heima á Íslandi

Já ég er sem sagt ekki búin að skrifa neitt hér frekar lengi... svo ég ætla að skrifa eitthvað núna...

Á föstudaginn fór ég og Lottie í partý til gaura sem komu í partýið til mín um daginn í smá stund áður en við fórum í bæinn. Lottie tókst að hösla einn gaurinn og fór á deit með honum á fimmtudag svo okkur tókst að næla okkur í partý hjá þeim. Þetta var bara fínasta partý og svo fórum við á djammið. Á laugardagskvöldið vorum við Lottie og Marie svo með smá tapas-kvöld og horfðum saman á 1 hluta af sænsku söngvakeppninni. Þær fóru svo í bæinn en ég ákvað að sleppa því þar sem ég átti að taka rútu kl 7:30 til Osló. Þetta er í fyrsta skipti sem mér tekst að gleyma hinum ýmsu hlutum... t.d. snyrtidótinu mínu, hleðslutæki fyrir mp3 spilarann og fl.

Annars kom ég á klakann á sunnudaginn eftir ferðalagið í gegnum Noreg, það er svo fyndið að hlusta á norsku... sérstaklega þegar að maður er vanur sænsku.
Svo núna þessa vikuna er ég uppi á HTÍ að skoða sjúkraskírslur barna sem geind eru með heyrnarskerðingu 2002 til 2006. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta tekur langan tíma. Á 2 dögum er ég búin að fara í gegnum 25 stk. Tíminn líður hratt en vinnan gengur hægt :S