22 febrúar 2007

Bullu-Sprengi-Öskudagur... búið

Ég er alla vegana ekki búin að fá flensuna ennþá sem er auðvitað bara gott mál og vona að ég sleppi við hana.

Ég bakaði bollur um síðustu helgi, já maður verður að fá bollur í útlandinu, þær sænsku eru ekki alveg nógu góðar. Svo var ég með bollukaffi hér fyrir nokkra íslendinga, eða íslendingana mína eins og ég hef nefnt hópinn að undanförnu :þ, þe Alla, Ragnar, Gauti, Bjössi og Rakel. Rakel var nú bara í heimsókn hjá Bjössa sínum en fékk auðvitað að fljóta með. Svo bauð ég Marie og Lottie líka upp á bollur en ekki á sama tíma og íslendingunum. Marie hafði smakkað þær hjá mér áður og fannst þær mjög góðar... Lottie vara að smakka þær í fyrsta skipti og varð ekki fyrir vonbrigðum.

Það snjóaði bara hér í gær, flestum (alla vegana mér) að óvörum. Þetta var nú ekki svo mikil snjókoma þannig séð... varði bara í langan tíma. En alla vegna þá fór allt almenningssamgögnukerfið hér í rúst allt að 40 mín seinkun á sporvögnum og stundum komu 2-3 í röð. Þegar það snjóar hér að einhverju smá viti þá er eins og íbúarnir hér hafi aldrei séð snjó og vita ekki alveg hvað á að gera með þetta hvíta.

Svo er það bara djamm á föstudaginn... Lottie er rosalega mikið fyrir að djamma núna undanfarið og ekki kvarta ég... Við eigum bara eftir að redda okkur fyrirpartýi :þ