Góðan og blessaðan daginn...
Ég er sem sagt búin að vera með illt í hálsinum síðan á miðvikudagskvöld og einkennin eru þau að það er vont að kyngja og ekkert annað, jú var smá slöpp á fimmtudag en það var kannski bara vegna þess að ég mátti það, frí í skólanum og svona. En ég er orðin frekar þreytt á þessu... von bara að þetta verði ekkert meira. Það er fullt af fólki í kringum mig veikt eða búið að vera veikt... nenni því ekki núna.
Annars vorum við í skólanum í gær á fyrirlestri þar sem dani var að fyrirlesa fyrir okkur. Í byrjun spurði hann hvort hann ætti að tala dönsku eða ensku, þeir sem sögðu eitthvað upphátt sögðu honum að tala bara dönsku og við myndum svo spyrja ef við skyldum hann ekki. Ég gat auvitað ekki beðið um ensku "HALLÓ!!! ég lærði dönsku í 7 ár!!" þannig að ég sá þetta bara sem ögrun að reyna að skilja... ég var reyndar sú eina í bekknum sem hafði séð þetta sem hann var að tala um. En svo allt í einu heyrðist hljóð frá hinum sem ekki hafa sænsku sem móðurmál... þær treystu sér engan vegin að reyna að skilja dönskuna og vildu frekar ensku. Þær hafa nú haldið því fram áður að skilja ekki ensku, svona þegar við vorum að byrja í náminu og ég talaði bara ensku. En vá hvað ég var stollt af sjálfri mér að vera ekki sú sem var með tungumálavandamál núna... hihihihi!!!
Svo þegar maðurinn byrjaði að tala þá var ég nú nokkuð viss um að ég hefði skilið dönskuna hans betur... vá hvað maður inn var með mikinn danskan hreim... það tók smá stund að stilla sinn til að geta skilið manninn.
Annars er planið að baka bollur í dag þar sem bolludagurinn er jú á mánudaginn, maður verður að sjá til þess að hinir íslendingarnir á svæðinu fái bollur :þ Annar bað Marie líka um bollur svo ég er að koma svíunum upp á þetta líka... Þeir hafa svo sem sínar eigin bollur en þær eru ekki næstum því eins góðar, rúnstykki með rjóma möndlumassa og flórsykri ofaná. Jæja best að koma sér út í búð og kaupa hráefnin.