Ég sem sagt svaf yfir mig í morgun. Ætlaði að vakna kl 8:00 til að taka lífinu með ró kannski liggja í rúminu í smá stund áður en ég færi á færtur til að ná strætó kl 8:55 og vera mætt í tíma kl 9:20. En ég setti símann á 0:00 í staðinn(stillti símann eftir miðnætti) og vaknaði 9:25. Hoppaði upp úr rúminu fór í fötm, setti á mig smá maskara og kl var orðin 9:30, næsti strætó fer 9:35 í óvissu um að ég næði fékk ég mér morgunmat og fór svo út og náði örðum strætó kl 9:40 sem fer aðra leið. Var kom í skólann kl 9:55. Ég var hissa að ég hafði ekki fengið sms frá Marie kl 9:20 en komst svo að því að hún hafði sjálf verið sein og kom ca kl 9:35 en þá fékk ég sms. Það getur verið kostur að mætla alltaf á réttum tíma og á alla fyrirlestra því þá vita aðrir í bekknum að það er eitthvað að ef ég er ekki mætt þegar fyrirlesturinn byrjar.
En já ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn síðan ég byrjaði í þessu námi sem ég hef sofið yfir mig(þannig að ekki væri hægt að redda neinu) og mætt seint.
Ég geri mér grein fyrir að sumir skemmta sér ágætlega við þessum fréttum, þess vegna ákvað ég nú að láta umheiminn vita af þessu :Þ Þetta er nú í fyrsta skipti á ævinni þar sem að ég sef yfir mig og mæti þar af leiðandi seint í skólann...