14 febrúar 2007

Já já

Jæja það er besta að skrifa eitthvað hérna.
Ég kom til baka til Svíþjóðar á sunnudaginn en ég var heima í viku. Það gekk bara vel að safna þeim upplýsingum sem ég þurfti fyrir utan að ég hafði ekki lista með öllum börnunum. Þannig að ég notaði tíman og fór á leikskólan Sólborg, en þetta var vinnustaðaheimsókn í sambandi við kúrs sem ég var í fyrir jólin. Það var ekkert smá gaman að kíkja á leikskólan... var þar í 4 tíma og var alveg búin eftir á. Væri alveg til í að kíkja aftur í heimsókn en við sjáum til, þá væri það meira á mínum eigin forsendum. En þarna var notað bæði táknmál og talað mál svo allir starfsmennirnir á deildinni kunnu táknmál. Ég fór svo með 4 krökkum í táknmálssögustund þar sem heyrnarlaus kona sagði sögu, og þá voru þau ekki með tækin á sér á meðan. Svo var einn strákur að reyna að ná sambandi við annan með því að kalla á hann en það gekk auðvitað engan veginn. Svo þegar við fórum aftur til hinna þá réttu 2 strákar með heyrnartækin sín eins og ekkert væri sjálfsagðara en að ég gæti hjálpað þeim með að setja tækin á/í eyrun. Það var svo sem ekkert vandamál fyrir mig en þeir vissu það ekkert... þeir skildu ekkert afhverju ég var þarna í raun.

Svo er nýr kúrs byrjaður núna sem inniheldur svona sitt lítið af hverju... og 2 frekar stór verkefni sem hef ekki alveg fattað enn út á hvað ganga enda þjáðist ég af athyglisbresti á háu stigi á mánudaginn í skólanum, sem gerði það að verkum að fattðai engan veginn hvað var í gangi á meðan fyrirlestrinum stóð. Ég vona bara að ég finni mér eitthvað skemmtilegt að gera um helgina :þ