05 mars 2007

Fínasta helgi

Þá er enn ein helgin afstaðinn...
Ég fór með Öllu í partý á föstudaginn til 2ja íslenskra stelpna sem búa hérna, þeirra Siggu og Jóhönnu. Mjög hressar stelpur, búnar að búa hér síðan í haust, aldrei að vita nema að maður hitti þær aftur.

Svo á laugardaginn var Marie með tapas-partý. Við vorum 10 saman og allir komu með sína smárétti og svo var auðvitað horft á söngvakeppnina(þetta var reyndar ekki úrslitaþátturinn). Ég og Lottie vorum þær einu úr bekknum en restin voru vinkonur Marie og vinir þeirra, sem var allt fólk mikið eldri en við svo manni fannst maður vera einhver smákrakki. Karlmennirnir litu út fyrir að vera 35+. En það skipti engu því að ég og Lottie vorum búnar að ákveða að fara í bæinn(Marie ætlaði að koma með okkur en hætti við vegna peningaleysis). Á leiðinni í bæinn komum við við hjá gaurnum hennar(eða deitinu) og vorum aðeins að spjalla við hann og vin hans. Ég var mjög stolt af sjálfri mér þegar við fórum þaðan út en ég mun ekki ræða það neitt sérstaklega hér, ég læt bara fólk ekki komast upp með hvaða vitleysu sem er :þ
Svo fórum við á einn skemmtistað og skemmtum okkur mjög vel, Lottie hitti gaur sem hún kannast eitthvað við og svo hitti ég Ragnar. Ég bjóst nú aldrei við að hitta einhvern sem ég þekki á djamminu hér... en aldrei að segja aldrei... Ragnar og vinir hans dönsuðu eitthvað með okkur en svo fóru vinir hans heim svo hann varð einn eftir með stelpunum
Líðan var mun betri í gær þegar ég vaknaði eftir djammið heldur en hún var um síðustu helgi, bara hress og fín. Ég setti inn myndir frá laugardagskvöldinu, Lottie var óð á myndavélina :þ