Það var nú eins gott að ekkert hafi verið planað þessa helgina... lá í veikindum alla helgina en er að ná mér núna en samt ekki orðin 100%. Lottie var líka veik en ég var með einkennin á undan henni þó að hún hafi orðið veik fyrr. Ég fór til hennar á föstudaginn, leigði dvd og eldaði mat handa henni enda var hún frekar slöpp. Ég fann fyrir einhverju smá en ekkert til að vera eitthvað að kvara yfir... bara smá hósti. En svo á laugardag var ég ekki alveg jafn hress en þá var Lottie eitthvað að hressast. Ég hringdi svo í Marie til að ákveða hvort að við myndum hittast allar hér eins og planað var en þegar hún heyrði hvernig við vorum þá ákvað hún að halda sig í burtu enda var hún sjálf byrjuð að fá eitthvað í hálsinn. Þannig að Lottie kom bara til mín og við horfðum á Sænsku söngvakeppnina eins og planið var. Svo var sunnudagurinn tekinn í að gera ekki neitt, bara að reyna að komast yfir veikluna sem gerist ekki hratt þegar maður er vannærður og að þorna upp, en hver hugsar skýrt þegar hann er veikur.
Sem betur fer er enginn skóli í dag(né alla vikuna) þannig að ég hef tíma til að slappa af og ná þessu rugli úr mér, annars skánaði ég heil mikið eftir ferðalagið mitt úr í apótek og matarbúðina. Svo ég býst við að vera orðin nokkuð góð á morgun ef nefið leyfir mér að byrja að nota það aftur.