Ég kom heim á föstudag eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir... og svar við spurningunni eða hvað maður á að kalla þetta frá fyrri færstu er að ég fékk Gordon Blu í vélinni, Icelandair gat auðvitað ekki brugðið út af vananum.
Ég fór upp í sumarbústað á laugardaginn með foreldrunum... það var svo sem ágætt að komast beint í sveitasæluna :) Við komum svo bara aftur í gær.
Svo fór ég í praktík(verknám) hjá HTÍ í dag og það gekk bara vel, þetta er nú svolítið öðru vísi en í Svíþjóð en það er bara jákvætt, Svíar geta stundum verið of harðir á reglurnar sínar, þeir elska nú einu sinni reglur... :þ En ég verð út vikuna á HTÍ svo ég ætti að verða orðin nokkuð góð í lok vinkunnar.
Jæja ég hef þetta ekki lengra í bili... maður hefur svo lítið að segja þegar maður kemur heim í gamla hversdagsleikann...