20 apríl 2007

Gleðilegt sumar

Jæja það er kannski kominn tími til að skrifa eitthvað ég. Ég var heima í 3 vikur eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir en ég kom til baka fyrir tæpri viku síðan. Ég fór norður allar helgarnar á meðan ég var heima og svo var ég á HTÍ alla daga, ekki alveg planið en svona er þetta mikið að gera fyrir lokaverkefnið. Svo ég hafði ekki samband við voða marga, svo ykkur sem ég hafði ekki sambandi við... ekkert persónulegt.
Jón og Lilja komu svo með mér út á föstudaginn og voru hér fram yfir helgi. Þetta var bara hin fínasta heimsókn, það var svo gott veður að við vorum úti allan daginn alla daga... eða svona næstum. Ég fékk alla vegana lit :þ Ég held að við höfum rölt alla miðbæinn þveran og endilangan nokkrum sinnum til að skoða allt.
Svo þegar þau voru farin tók alvaran við... RITGERÐ... ég get nú ekki sagt að skrifa ritgerð sé akkurat "my thing"
Lottie á afmæli á morgun svo það er partý hjá henni og það er auðvitað búist við miklu fjöri.
Æ ég nenni ekki að skrifa meira...