Já ég fór sem sagt í áfmæli til Lottie á föstudaginn... sem var bara mjög fínt. Hitti fólk sem ég hef ekki hitt frekar lengi(mislengi). Hún var með mat og læti. Þegar ég kom þá sagði vinur hennar, ein gaurinn sem var mættur, já ert þú þessi frá Íslandi. Svo var annar seinna sem var að spá í hvaðan ég kæmi og ég fór í smá leik við hann og hann átti að giska... gekk ekki vel, nemdi örugglega flestu stóru/þekktu staðina í Svíþjóð. Það var ekki fyrr en ég gaf honum hint um að það tæki ca 3 tíma að fljúga þanngað og það væri ekki hægt að komast þanngað á bíl og einhver sagði að það væri ískalt. Þá datt honum í hug ísland og svo allt í einu sagði hann eitthvað á íslensku svo ég svaraði honum á íslenksu "afhverju kanntu íslensku" og þá kom í ljós að gaurinn hefði átt íslenska kærustu hér áður fyrr... Svo þegar líða fór á kvöldið fórum við niður í bæ og skemmtum okkur bara konunglega. Slúður frá kvöldinu fer ekki hér inn :þ
Svo var annað partý á laugardaginn með nánast sama fólkinu, en það kvöld var ekki alveg jafn heppnað þar sem að Lottie fékk þá hugmynd að staupa 50% vodka áður en við lögðum af stað og endirinn var ekki góður... Ég sem sagt fór með hana heim til mín áður enn við komumst inn á staðinn sem við ætluðum á og svo skilaði hún áfenginu þegar heim var komið.
Ég ætlaði að vera rosalega duglega að læra um helgina en það varð ekkert úr því þar sem að ég var ekkert of mikið ein heima til að geta sest niður og farið að hugsa. Ég geri það á morgun, aðeins of þreytt núna, er byrjuð í praktík á barna-heyrnadeildinni og þar er eitthvað sem ég kvarta ekki yfir :D
En ég er semsagt búin að fá að vita að ég fái 100% að taka barnaheyrnarfræði kúrsinn i Lundi í haust, svo þar er ágætt að vita að ég hef alla vegana eitthvað að gera þar til í lok Okt svo er bara að vona og sjá hvort ég komist í hina kúrsana sem ég sótti um en það fæ ég ekki að vita fyrr en í sumar :S En það er alla vegana komið á hreint hvenær ég kem heim í sumar, 17 júní og á svo aftur flug út 19. ágúst, man ekki hvort ég var búin að nefna það hér en þá nefni ég það bara aftur.