"Positiva"klubben antecknar:
Þetta var engin stutt flensa sem ruddi sér rúms hér um síðustu helgi. Ég er orðin ágætlega hress svona fyrir utan að ég hósta við og við og nefið vill ekki alveg sleppa takinu.
Maður á ekki að búa einn þegar maður er veikur það er eitthvað sem ég er búin að komast að, hrikalega er þetta búin að vera leiðinlega vika. Ég er nú samt búin að geta eitt tímanum í að læra, fyrst að klára eitt verkefnið sem átti að vera inn á miðvikudaginn og svo byrja á og klára hitt sem átti að vera komið inn á hádegi á föstudaginn(í gær) svo ég er ekki búin að sitja aðgerðarlaus. Sem betur fer var enginn skóli alla vikuna þannig að ég missti ekki af neinu. En þar sem að ég er búin að vera veik hef ég ekki mikið farið út nema rétt út í búð, sem gerir það að verkum að ég er ekki búin að hitta vinkonur/vini mína alla vikuna og hef verið mikið með sjálfri mér.
Ég veit ekki hvort það hafi eitthvað að gera með að ég er fara að koma heim eftir viku en mér leiðist hér núna. Ég hef fundið fyrir því að rétt áður en ég kem heim þá langar mig bara að lossna héðan en við þá hugsun bætist bara eitthvað við sem er enn dapurlegra... hvað hef ég heima?? Þegar að maður býr svona í útlöndum virðist það vera mjög algengt að fjarlægast allt og alla heima. Þannig að þegar ég flyt heim þarf ég að fara að byggja allt upp aftur, maður kannski passar engan veginn inn í gamla félagskapinn... ef hann er þá ennþá til. Maður á einhvern veginn hvergi heima... Við sjáum til hvernig þetta verður núna á meðan ég verð heima í 3 vikur.
Hvernig verður þetta svo næsta vetur... allur bekkurinn fluttur hingað og þanngað... Marie mun kannski flytja til Stokkhólms... Lottie fær líklega ekki vinnu í Gautaborg...
Vá hvað það er óhollt að vera ein heima í viku... sálfræðilega þeas. Það hjálpar ekki að ég týndi uppáhaldshúfunni minni í dag eða er nokkuð viss að henni hafi verið stolið *grenj*
En ég er að fara út í kvöld svo þetta ætti að skána... kannski að maður hitti einhver... :Þ ... je ræt...