21 ágúst 2007

Komin út til Gautaborgar...

Ég er komin aftur út eftir gott sumar heima á klakanum.
Um verslunarmannahelgina fór ég upp í sumó, svona eins og venjulega, en með smá stoppin á Akureyri í Elvis/Hawaii-útskriftarpartýi. Ég fór svo á seglbretti á vatninu við bústaðinn. Notaði græur sem eru orðnar 15 ára gamlar en það kom ekki að sök. Fyrsta daginn gekk þetta hálf brösulega enda ekki allt eins og það átti að vera, svo daginn eftir komst ég á skrið og einnig þriðja og síðasta daginn... en vá harðsperrurnar sem ég fékk... úfff...

Ég kom til Gautaborgar á sunnudaginn, flugið var bara 2 tímar og 35 mín... ekki slæmt. Eftir að hafa þvegið það helsta, þeas handklæði og sængurver, kíkti ég aðeins út. Það voru tónleikar hérna rétt hjá, ókeypis svo mín rölti þar inn á svæðið og fór að skoða fólk. Það er frekar mikill munur á svíum og íslendingum, sérstaklega þegar ég hugsaði um hvernig fólk var klætt á laugardalsvellinum á föstudaginn.

Vinur minn hafði svo samband og ég kíkti með honum og kærustu hans í Liseberg, en þar var frítt inn... ekki slæmt, þó að ég hafi ætlað að kaupa mér árskort.. :þ geri það bara næst.

Í gær fór ég í verslunarleiðangur og tókst að eyða frekar mikið af peningum.

Ég ætla svo að kíkja til Marie um helgina... en það tekur 4 og hálfan tíma að komast til hennar... :( Svo er Lottie líklega að fara að flyta til Stokkhólms. Líst ekkert á þetta...