31 júlí 2007

já ok...

ég veit að ég er ekki búin að vera dugleg að skrifa hér lengi... enda gleymi ég alltaf að skrifa hér þegar ég er hérna heima á klakanum.
Ég er alla vegana að vinna uppi á HTÍ og það gengur bara vel og er bara nokkuð gaman, þrátt fyrir að vera að vinna eingöngu með fullorðnum.
Reyndar þessa vikuna og síðustu viku er ég að vinna hjá Barnaspítala Hrinsins við að heyrnarmæla(skima) nýdædd börn. Þannig að ég er að hitta 10-20 börn á dag sem eru 1-5 daga gömul, sem er bara mjög skemmtilegt. Ég er reyndar bara að vinna hálfan daginn eða tæplega, en HTÍ er lokað núna í 2 vikur, fer aftur að vinna þar eftir verslunarmannahelgina.
Já og bæ ðe vei þá fer ég norður um versl.m.helgina... supræs!!! Svona ef eihverjum datt í hug að ég væri kannski að fara eitthvað annað. Ég fer norður í bústað á fimmtudaginn en svo til Akureyris á föstudaginn í útskriftarveislu, svo til baka á laugardag að ég held, annars er ég ekki búin að kynna mér það.
Aldrei að vita nema að ég haldi í hefðina um versl.m.h. og hitti Hildi A á Akureyri. Þar endilega að sjá íbúðina hennar.
Annars er allt í sómanum hér, skillst að ég sér að far út eftir tæpar 3 vikur... eða 19 ágúst. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég er farin að sakna kunningjana úti svona þegar ég fer að hugsa út í það. Líka svolítið spennta að byrja í skólanum.

Later...