05 júlí 2007

2 vinnuvikur búnar

Skrifað sunnudaginn 1. júlí
Þá er ég búin að vera hér heima í 2 vikur, alltaf fínt að vera á hótel Mömmu.
Það gegnur vel í vinnunni, ég hélt að það tæki aðeins meiri tíma að komast inn í þetta en þetta kom ótrúlega fljótt. Sem betur fer er ég ekki mikið í að ráðleggja fólki hvaða tæki þau eiga að fá enda engan vegin inni í verðinu, svo tekur líka tíma að muna hvaða tæki hefur hvaða möguleika en þetta kemur. En það gegnur mjög vel að láta fólk fá nýju tækin sín og stilla þau.

Ég fór í Þórsmörk um síðustu helgi og það var mjög gaman, við(þeas ég Jón Gústi og Kristoff) gegnum upp á Valahnjúk, stákarnir voru búnir að segja það við værum 30mín upp en 20 niður. En svo vorum við 30 mín upp en bara 13 mín niður... enda hálf hlupum niður. Svo fóru strákarnir að "synda" í einhverju gili. Það er langt síðan ég hef farið í svona almennilega útilegu... verð að gera þetta oftar.

Ég var bara heima þessa helgina enda komin mjög mikil þörf fyrir afslöppun og fá að sofa út... já eða svona þannig. Kíkti aðeins út á föstudagskvöldið með Maju, þvílíkur munur að það skuli vera búið að banna reykingar... en það var nú samt smá lykt af peysunni minni þegar ég kom heim.. það á örugglega bara eftir að hreinsa loftið inni á stöðunum almennilega.