08 júní 2009

Skólalok

Staðan núna er sú að ég er búin að verja ritgerðina og gekk það bara vel. Þarf bara að laga smá en fæ líklega ekki einingarnar fyrr en í ágúst útaf sumarfríum.

Ég var svo bara í þægindum í Gautaborg, gisti fyrst hjá Elínu og svo hjá Krissu en Brynhildur dóttir hennar lánaði mér herbergið sitt með glöðu geði :)
Ég fór svo og hitti Marie um helgina. Á föstudaginn fórum við á Öland og skoðuðum um þar en það var mjög gaman að skoða þarna. Fórum á syðsta oddann og fórum upp í vita þar en það voru 197 tröppur upp, ég er ekki frá því að hafa fundið fyrir því daginn eftir.
Svo fórum við í Eketorp sem er gamalt víkinga þorp inni í hringmúr.
Við skoðuðum líka Borgholms slot sem eru rústir gamals kastala á Öland sem brann fyrir mjög löngu síðan. Ætluðum að skiða Solloden sem er höll sem kónungsfjölskyldan er að nota en það kostaði 70 kr inn og það var innan við hálftími í að svæðið yrði lokað. Þrátt fyrir að Marie suðaði í afgreiðslukonunni og laug því að ég væri svo hrifin af Viktoríu... Mátti reyna.
Við fórum líka inn í eina kirkju frá 1100 e.Kr. og klifruðum upp í turninn, það var smá krípí þar sem að stigarnir voru úr timbri og mjög gamlir. Fyrir utan að við höfum ekki hugmynd hvort við máttum fara þarna upp.

Svo var þjóðhátíðardagur Svía á laugardaginn. Það var hátíð í þorpinu sem er rétt hjá þar sem að við gistum. Ég held að það hafi verið svona 30-40 manns að fylgjast með lúðrasveitinni spila og formann sveitastjórnar halda ræðu. That was it :)

Sunnudagurinn fór svo bara í snatt. Kíktum inn til Växjö og kíktum á bróður Marie og fjölskyldu.

Ég hitti svo Öllu á flugvellinum á leiðinni heim svo ég þurfti ekki að ferðast alla leiðina ein, sem er orðið frekar þreytandi svona í gegnum árin. En ég er ekkert að fara að ferðast í nánustu framtíð.
Skrítið að vita ekki hvenær maður fer aftur til Svíþjóðar.