11 júní 2009

Fluttningur

Við fjölskyldan kítum upp í íbúð í dag líka, það þýðir ekkert að slaka á :)
Fyrst fórum við í að bletta í það sem var málað í gær. Og svo var geymslan og þvottahúsið málað.

Síðan komu húsgögnin og allir kassarnir. Það var smá puð að koma öllu dótinu upp en það gekk samt alveg ótrúlega vel. En ég held að við höfum verið öll alveg ótrúlega þreytt eftir þetta.

Núna er bara komið að því að setja saman allt IKEA dótið sem var tekið í sundur í Svíþjóð til að auðvelda fluttninga.

Næstu dagar fara í að ganga frá og koma sér fyrir. Svo er bara spurning hvenær maður ákveður að sofa fyrstu nóttina.

Annars byrjaði ég að vinna í dag, sem er bara mjög fínt. Veit ekki hvenær ég fatta það að ég er ekki að fara aftur í skólann og er ekki bara að vinna í 3 mánuði eins og vanalega. En núna getur maður farið að kynnast einhverjum kúnnum betur sem koma reglulega, sem er bara jákvætt :)