09 júní 2009

Málun

Jæja þá var íbúðin máluð í dag :)
Ég var komin í íbúðina kl 12 og fór að planera aðeins hvernig ætti að gera þetta. Kristín systir hennar Lilju kom svo til að hjálpa um 14 leitið og svo komu mamma, pabbi, Jón og Lilja eftir vinnu. Þetta gekk vara vel hjá okkur.
Stofan og herbergin voru máluð, veggir og loft. Þvílíkur muuuunur!!!
Okkur tókst að mála 2 umferðir þannig að það þarf ekki að mála meira.

Eldhúsið og baðið er eftir, en ég er ekki alveg búin að ákveða hvernig ég ætla að gera það. Var jafnvel að spá í að mála flísarnar inni á baði.

Þetta kemur bara í ljós, þarf bara að finna út hvað ég vil gera en það kemur þegar maður er búinn að vera að í íbúðinni í smá tíma.