21 júní 2009

Hið hinsta blogg

Jæja þettta er 300asta bloggið mitt og hef ég ákveðið að það verði það síðasta. Mér finnst 300 fín tala. Og þar sem að ég er nú flutt heim nenni ég minna að skrifa eitthvað hérna, enda var tilganurinn með þessari síðu að fólk gæti fylgst með mér í útlandinu.

Íbúðin er alltaf að fá betri og betri mynd. Svo er ég að fá sænskan gest til mín á fimmtudaginn en hann er fyrrverandi kærasti Marie. Og afhverju er hann að koma til mín... honum hefur langað til að koma hingað að kafa í einhvern tíma. Svo á hann svo mikið af flugpunktum að hann þarf eiginlega ekkert að borga fyrir flugið.

Annars var ég fyrir norðan um helgina í fínni afslöppun sem var vel þegin. Bakaði pönnukökur sem komu bara vel út, reyndar frekar fáar. Ætli maður fari ekki að paka oftar pönnukökur í framtíðinni. Orðin stoltur eigandi af pönnukökupönnu ömmu minnar.

Núna tekur bara við fyrsta 5 daga vinnuvikan hjá mér, en ég er strax farin að ýta undir breytingar í vinnunni. En það getur stundum verið erfitt að breyta til. Maður þarf bara að vera harður á sínu :)

Ef fólk er forvitið hvað ég er að gera þá er velkomið að slá á þráðinn eða koma í heimsókn í Ofanleitið, aldrei að vita nema að maður gæti boðið uppá eitthvað nýbakað ;) Ávalt velkomin.

kv.
Krissa