15 júní 2009

Fyrsta nóttin

Fyrsta nóttin var sofin í nótt, þetta dógst aðeins vegna þess að ísskápurinn var ekki kominn. Það er ekki hægt að vera ekki með ísskáp. En annars svaf ég alveg ótrúlega illa þessa fyrstu nótt. Ég var alltaf að líta á klukkuna en mig dreymdi þarna eitthvað á milli 4 og 6 þannig að ég býst við að hafa sofið eitthvað þá. En fall er fararheill.

Búið er að setja saman allt IKEA dótið, ótrúlegt hvað það gekk í rauninni vel, þrátt fyrir að vera ekki með leiðbeiningar.

Svo er bara að taka allt upp úr kössum og koma dótinu á sinn stað og ákveða hvað á að vera hvar.

Annars þá fór ég að Reunion á föstudaginn. Vá það eru 10 ár síðan við kláruðum grunnskóla. Sumir virtust ekkert hafa breyst sl. 10 ár en aðrir voru allt að því að vera óþekkjanlegir en það var gaman að sjá þetta lið aftur :)

Við stórfjölskyldan og nágrannar fórum svo út að borða á laugardaginn til að fagna útskriftinni hjá mér. Það var mjög gaman og við fengum mjög góðan mat. Endaði svo niðri í bæ á Kúltúra til kl 5 með J. Hildi og Jóa :)