17 júní 2009

Gleðilega þjóðhátíð

Ég hjólaði í vinnuna í gær, tók innan við 10 min sem er bara mjög gott. Ég slepp eiginlega alveg við umferð á leiðinni nema á gatnamótunum Kringlumýarbraut og Háaleitisbraut.

Annars labbaði ég líka heim úr vinnunni á mánudaginn og það tók ca 20 mín.

Það er alveg ótrúlegt hvað maður er lengi að ná í ALLT dótið sem er heima hjá foreldrunum, það er alltaf eitthvað eftir. Er eiginleg búin að ákveða að taka þetta bara í nokkrum hollum.

Ég er búin að raða smá dóti, en á eftir að setja öll fötin mín inn í skáp, það kemur á næstu dögum. Hlakka líka til þegar allir pappakassarnir eru farnir, þeir eru frekar mikið fyrir.

Það var alveg nauðsinlegt að vera með frí í dag, náði að sofa fram undir hádegi og er alveg að ná að jafna mig á svefnleysi sl. daga.
Gleðilega þjóðhátíð