17 janúar 2006

Langt síðan maður hefur skrifað eitthvað af viti...

En hér kemur saga sl daga. Ég er ss búin með umræðutímana í Sálfræðinni sem er bara gott enda var mikið stress fyrir þessa tíma. Einn kennarinn á það til að taka einn einstakling fyrir í einu en okkur tókst að kæfa það.
Á laugardaginn fór ég að horfa á Öllu, Ragnar, Gauta og Bjössa á frjálsíþróttamóti, sem var bara mjög fínt... ég er öll að koma til í að muna allar þessar tölur... hvað stökk þessi hátt/langt? eða hvað er besta stökkið hátt/langt? eða hvaða tíma fékk þessi í þessu og hinu hlaupinu? eða hvað þessi á best í hinu og þessu hlaupinu. Ég man kannski ekki allar tölurnar en þetta er allt á réttri leið. :) *stolt*

Svo á sunnudaginn hittumst við 4 heima hjá Gauta og fórum í kana. Ragnar sá um að draga fólk niður með sér og ég fór úr fyrsta sætinu niður í 3ja. En það var bara gaman að þessu

Í gær morgun vaknaði ég við þann æðislega hlut að það var ALLSUGNINGS-bíll hér fyrir utan gluggan hjá mér og var að dæla einhverju upp með miklum hávaða... og til að gera þetta enn verra þá byrjaði dælan að ganga kl 7:30 takk fyrir og ég sem ætlaði að sofa til ca. 8:30-9. Ég þurfti að læra en var í mestu vandræðum með einbeitinguna, fór því í bæinn og vonaðist til að bíllinn væri farinn þegar ég kæmi en... NEI... hann fór ekki fyrr en ca. 16.

En svo í gærköldi fór ég í HipHop danstíma... já ég sem sagt skráði mig í dans og átti erfitt að velja á milli HipHop og Street-dans svo ég tók bara bæði. HipHop á mánudögum og Street á fimmtudögum. Það verður gott að komast í smá hreyfingu 2x í viku. En þetta var ótrúlega gaman, lærðum 2 dansahluta í gær. Svo er að sjá hvernig Street-dansinn verður á fimmtudaginn :)

En það er best að fara að taka til og þrífa... því fyrr sem ég byrja því fyrr er það búið.