20 janúar 2006

Snjór, snjór og aftur snjór

Það byrjaði að snjóa kl 13 í gær og ég held að það hafi ekki stoppað, alla vegana er kominn þokkalega mikill snjór sem reyndar er léttur og fýkur auðveldlega í skafla. Þegar snjóar svona fer allt almenningssamgöngukerfið(wow langt) úr skorðum. En sem metur fer þarf ég ekki að treysta á það í dag upp á tíma, bara að komast á milli staða.
Ég fór svo í Street-dans í gær. Var ekki alveg að fíla það jafn mikið of hiphop-dansinn. Kannski var kennarinn ekki alveg jafn góð í að leiðbeina... ég var lengi að spá í hvort ég væri komin í framhaldshóp en það virtist ekki vera. Ég er búin að vera að spá í hvort ég ætti að fara í jazz í staðinn fyrir street, eða bara reyna að halda áfram. Svo er ég búin að komast að því að ég er ekki hrifin að þessum speglum. Þá verður allt í spegilmynd og ég skil ekki neitt.
Annars er búið að vera nóg að gera í skólanum. Eigum að skila 8 bls ritgerð sem tengist sálfræði í dag, kláruðum hana í gær og sendum inn... hún varð 11 bls með öllu aukadótinu, forsíðu, efnisyfirliti og fl dóti. Og svo er annað verkefni sem við eigum að skila á mánudaginn :S Alveg nóg að gera þessa dagana.
Ég sem sagt pantaði mér tvenna PUMA-skó sem ég fékk svo áðan... og allt í gúddí með það. Hefði fengið þá í gær hefði ég verið heima. Ég hringdi svo í UPS-sendingarþjónustuna í gær til að vita hvenær sendingin kæmi, konan sagði að það yrði komið með hana á milli 14 og 15 í dag, svo í morgun hringi sendingargaurinn í mig og spurði hvort ég yrði heima því hann sagði myndi koma milli 13 og 15. En svo kom gaurinn kl 12:10... eins gott að ég var heima!!!
En þetta er nóg í bili.

Það hljóta að fara koma myndir fljótlega inn á síðuna. Ég hlít að fara nenna að setja þær inn :þ