Það sem sagt búið að vera nýtt fólk að flytja hér inn í stigaganginn. Ein kínversk stelpa og annar aðili sem enginn hefur séð en er samt með hluti í einu ísskápnum. Ég sem sagt lenti á smá tali við þá kínverku:
Ég: Afhverju ákvaðstu að koma til Svíþjóðar?
Stelpan: Af því að vinkona mín var hérna í fyrra og fannst gaman svo ég ákvað að gera það líka.... svo er fegurð sænskra kvenna svo þekkt!
Ég: já ok.
S: ... og þú ert gott dæmi þess!
Ég: HA??
S: þú ert gott dæmi
Ég: ...uuu ég er ekki sænsk
S: nú!?! en þú ert ljóshærð!!
Ég: já ég er frá norðurlöndunum... ég er frá Íslandi
S: Ísland.. já.. Land Bjarkar(country of Björk)
Ég: eh..já..
Samræðurnar héldu eitthvað áfram en það var ekkert merkilegt. Það er ekki oft sem að stelpa slær manni gullhamra og ég vona að þetta fari ekki að verða vani. En annars þá er þessi ágæta stelpa með hrísgrjónapott með sér alla leið frá Kína... mér og einum stráknum fannst það fekar skrítið.
Það er aldrei að vita að þið fáið fleiri sögu um hana... eins og um spánverjan.
En ég er að fara í IKEA á eftir svo það er best að fara að fá sér að borða og koma sér út á stoppistöð.