27 janúar 2006

Harðsperrur eða bakverkur

Ég fór í fyrsta Jazz-balletttímann í gær eftir að ég breytti frá Street yfir í Jazz. Þetta var nú aðeins skemmtilegra... gæti haft eitthvað með það að gera að ég gat lært þetta betur en Street. HipHop er ennþá á toppnum... en það er bara fáránlega skemmtilegt. En það var fyndið að í Hiphop og Jazz var notað sama lagið en bara búið að útfæra það aðeins öðruvísi fyrir Jazzinn... en sama tónlistamaðurinn... Chris Brown, lag: Run it.

Þegar ég vaknaði í morgun fann ég fyrir þessum ágætu harðsperrum á lærum og rassi... svo hef ég ekki alveg gert mér grein fyrir hvort ég er með illt í mjóbakinu eftir dansinn eða þá að þetta séu harðsperrur... segjum harðsperrur það hljómar betur.

Svo í kvöld er ég að fara í innflutnings/afmælispartý hjá Söndru, loksins kemst ég í heimsókn till hennar :)

En ég var að fylgjast með undarlegum tilþrifum í eldhúsinu áðan.. sú kínverska í þetta sinn. Ég ætla ekkert að vera að fara út í nein smáatriði, hún hélt örugglega að ég elda einkennilega. En það er ekkert lítið af hrísgrjónum sem er eldað á hverju kvöldi.
Svo spurði hún mig út í sænsku kjötbollurnar í gær, þe hvernig þær væru eldaðar, ég svo sem veit lítið meira en þær eru steiktar á pönnu. En hún spurði hvort hægt væri að setja þær í súpu því þannig væri það gert í Kína... Ég sagðist halda ekki en auðvitað mætti hún prufa það. Svo er svo fyndið að hún segir "yes" í tíma og ótíma og oftast passar það ekkert sem var. Svo það einkennilegasta við þessa ágætu stúlku er að hún er að læra Málvísindi í Kína en er hér sem skiptinemi í Handelshögskolan sem er Viðskipta/hagfræði deild Gautaborgar Háskóla því hennar skóli úti er bara með samning við þessa deild. Svo námið hennar hér tengist ekkert náminu hennar í Kína...

jæja best að fara að undirbúa sig fyrir partýið... eins gott að maður mæti á réttum tíma... :þ