Ég bara að verð að segja ykkur nýjustu uppgötvun mín. Þannig er mál með vexti að ég var að skoða stöðu bankareikningana mín fyrir 1.jan til að fylgjast með peninganotkunn minni, sem er svo sem ekkert umtalsefni en samt innan allra marka. Þar raskt ég á vextina sem ég fékk á SPARIreikninginn hér í Svíaríki fyrir árið 2005 en það voru heilar 9,54 kr sek sem gerir 77 ísl krónur. En þarna er ég yðurlega með upphæðir sem duga í nokkra mánuði. Svo til að gera smá samanburð kíkti ég á íslensku reikningana þar sem ég fékk 2000kr á debitkortareikninginn sem fer aldrei yfir 100000kr í innistæðu og er oft minna. Og í þokkabót eru engir vextir á debitkorta-reikningnum.
Þetta er ekki alveg heilbrigt hérna stundum... ég held að það myndi eitthvað heyrast í fólki ef þetta væri svona á Íslandi