12 apríl 2008

riiight!!

Jájá ég sem ætlaði að vera duglegri að blogga eftir að ég kæmi aftur út... RIGHT.

ég er búin að vera rosadugleg, að mér finnst, að fara upp á bókasafn að læra. Á að skila 5-10 bls ritgerð eftir tæpar 2 vikur og ég er búin með 3. En það er ágætt þar sem að ég er líka að læra fyrir 2 aðra kúrsa.
Það er alveg ótrúlegt að þar sem að enskan á alveg ógrinni af orðum og það eru til mörg orð yfir sama hlutinn, að svo komi orð eins og right og það hefur tvær merkingar og það er alveg hægt að misskilja það. Ég var að lesa heimildagrein í vikunni og á einum lista stóð: Choose the right ear. Ég var orðin frekar þreytt þegar ég las þetta en það var ekkert sem gat hjálpað mér í að ákveða hvort þetta átti að vera "veltu hægra eyrað" eða "veldu rétta eyrað". Ég trúi nú frekar á það fyrra. En sem betur fer er ritgerðin sem ég er að skrifa líka á ensku.

Fór með Öllu að hitta nokkra íslendinga um síðustu helgi. Hópurinn sem hittist þá voru ca 10 gaurar allir í verkfræði og flestir bara búnir að vera hér síðan í haust. Svo var grillpartý hjá þeim í gær, en það komu 2 pör sem að ég hef hitt áður hér og 2 aðrar stelpur sem ég hef ekki hitt. Þetta er alveg ágætis hópur, nenni meira að hitta íslendinga hópa núna...
Fór síðan líka í afmæli til Lottie í gær, það komu 2 að mér í gær og vildu fá staðfestingu á því hvort að ég væri íslenska stelpan. Ég endaði með því að fara heim þegar farið var niður í bæ, enda ástandið ekki það besta. En þetta var nú samt ágætis kvöld :)

Var að komast að því í síðustu viku að ég mun ekki vera komin með Master eftir ár. En það þýðir ekki að ég sé ekki að flytja heim eftir ár. Málið er þannig að Lundur er eini skólinn sem að hefur heimild til að útskrifa Mastersnema, en þeir ætla ekki að vera með kúrsinn í að skrifa Mastersritgerð fyrr en í fyrsta lagi haustið 2009. Svo á maður, skv þeirra skipulagi, að skrifa fyrst magister ritgeð. Þannig að ég mun skirfa Magister fyrst og fá þá gráðu og síðan skrifa Mastersritgerðina, en hana mun ég líklega skrifa á íslandi.
Mín líking á þessu er eins og að einhver bjóði gestinum sínum köku, sem gesturinn þakkar en svo þegar gesturinn ætlast til að fá þessa köku sem honum var boðið, þá er sagt við hann "Neeei... ég á enga köku(og hef aldrei átt), ég ætla bara að baka hana einhvern tíman seinna"

Jæja nóg komið af vitleysu