Jæja núna er í alvörunni komið sumar. Ég er búin að vera svolítið úti í sólbaði og bara komin með ágætan lit... ég er meira að segja viss um að ég er brúnni en pabbi þó hann segist vera brýnni.
Ég hef veri eitthvað utan við mig upp á síðkastið. Eins og þeir sem hafa komið í heimsókn til mín kannast við að ég hengi lyklana á hurðarhúninn, þá veit ég hvar þeir eru. Þetta er einhvern vegin fast í, ég bara geri þetta án þess að hugsa. En 2 sinnum á ca viku tímabili fann ég hvergi lyklana, en þá hafði ég sett þá á hurðarhúninn hinu megin við hurðina... og í seinna skiptið voru þeir þar alla nóttina :/
Svo tókst mér að detta inni í einnu búð, alveg sjálf, var ekki lengi að koma mér út. Sama dag var ég að fara að hella vatni úr vatnsflösku og var að opna hana á leiðinni að vaskinum, en á einhvern klaufalegan hátt byrjaði ég að hella áður en ég kom að vaskinum og það fór hellingur af vatni á skápshurðina undir vaskinum :/
Ég er loksins búin a bjóða Öllu í mat, en hún fékk hakk og spagettí al la Marie. En það er að mínu mati fínt hakk og spagettí. Eins og ég(já eða mamma) er vöna að gera hakk og spagettí er ekki alveg hægt að bjóða upp á þegar gestum er boðið í mat.
Annars ætla ég að vera með partý í kvöld fyrir nokkrar íslenska stelpur, við verðum eitthvað í kringum 10 saman. Þekkjumst svona mis vel, en það verður bæting úr því. Tilvonandi saumaklúppur ?!? aldrie að vita :Þ
Ég ætla að baka eina köku fyrir stelpurnar, myntusúkkulaði köku. En hún er í kökubók sem að ég á. Marie bakaði einu sinni kökuna hér hjá mér en fór með hana í afmæli og svo hef ég gefið mömmu uppskriftina fyrir saumaklúbb... en ég hef ekki fengið að smakka hana sjálf og hef ekki haft tækifæri til að baka hana, þar sem að ég vil ekki bara baka hana fyrir sjálfa mig.
Ég er í hálfgerði 2 vikna fyrirlestrapásu í skólanum, en það er nóg að gera í verkefnum í staðinn. Eitt heimapróf, klára eitt verkefni(búin) og gagnrýna frá örðum og svo á ég að taka 20-30 viðtal og skrifa það niður frá orði til orðs(tekur að mér skilst 4-6 klukkutíma). Þetta á að vera búið 7.-8. maí. Held að það sé nú alveg hægt að gera þetta án stress ef maður bara planar fyrir fram og fer eftir planinu. En þar sem að maður verður líka að vera í sólbaði þegar sólin skín þá skulum við nú ekker vera með of stór orð. :Þ
Ef einhver veit um einhver sem er að spá í að fara til Gbg í sumar þá gæti ég lánað íbúðina mína á tímabilinu frá annari vikunni í júlí til seinni hluta ágúst. Mjög centralt.
Jæja farin að baka...
P.S. ég er að reyna að vera dugleg að skrifa hér